Þjálfun í off-road akstri á þungum bifhjólum.
Inga Birna er með alþjóðleg BMW þjálfararéttindi frá BMW enduro skólanum í Hecklingen í Þýskalandi. Þjálfararéttindi sem hún öðlaðist 2017. Hún er eini slíki þjálfarinn á landinu og ætlar hún nú að bjóða upp á einkaþjálfun í sumar.
Inga Birna hefur tekið þátt í undankeppni fyrir GS trophy í Suður-Afríku, verið þjálfari fyrir sömu keppni auk þess að hafa farið í alla stærstu enduro skólana í heiminum. Þjálfunin mun fara fram í nágreni Reykjavíkur og verður þjálfunin miðuð að ADV hjólum. Þjálfunin verður miðuð við ökufærni hvers og eins, eins og framast verður kosið. Það eina sem þú þarft að hafa er ökuréttindi A, á þungt bifhjól, off-road bifhjól til umráða og viðeigandi hlíðfarbúnað.
Ef þú hefur ekki bifhjól til umráða en langar samt að kynnast því hvernig er að meðhöndla hjól í off-road akstri að þá er hægt að leigja hjól hjá Biking Viking.
Nú er um að gera að skella sér í tíma því slíkt tækifæri býðst ekki á hverju götuhorni.
Allar nánari upplýsingar gefur Inga Birna í síma 821 1105 eða á netfanginu ingabirnaer@gmail.com Instagram: myridemygs