fbpx

Rebel með nýtt hlutverk: Honda Rebel 1100 keppir við Harlay og Indian.

Honda er að koma með sprengju inn á markaðinn með nýja útgáfu af Rebel hjólinu – sem mun verða byggt upp á að mestu leiti af Africa Twin hjólunum.
Rebel hjólin hafa verði vinsæl um heim allan hjá fólki sem vill eitthvað aðeins öðruvísi en hin venjulegu cruis hjól.

Þar til núna hafa bara verið 500cc hjól í Rebel útgáfunni. Honda ætlar sér að vinna markaðinn með hvelli og munu nýju Rebel hjólin veita Harlay Davidson og Indian hjólunum mikla samkeppni.

Nýju hjólin munu heita Rebel 1100 og eru knúin 1082cc parallel twin mótor sem var hannaður fyrir Africa Twin hjólin.
Ekki það að það má búast við að Honda muni auka afl mótorsins frá 45bhp upp í um það bil100bhp.
Með frekar einföldum hætti gæti Honda aukið torkið og aukið miðvægi mótors sem mundi auka afl mótorsins upp í 94bhp – mögulega gæti það komið í seinni útgáfu á Africa Twin sem væri þá A2 skírteinis hæft.
En með að nota Africa Twin mótorinn getur Honda einnig komið með DCT útgáfu hjólsins.

Með því að leggja til einnig mótorinn frá CRF 1100L twin, opnast einnig dyrnar að því að rafvæða hjólið.
Núverandi útgáfa af CMX hefur ABS bremsukerfi en ef þeir ætla að hafa slíkt í 1100 útgáfunni þurfa þeir að aðlaga IMU frá CRF, þá þurfa þeir einnig að aðlaga cornering ABS rafkerfið
sem yrði þá svipað og er í rafhjóli Honda.

Rebel grindin varð að þróa alveg upp á nýtt og taka mið af öðrum mótor. Honda hefur þurft að glíma við einkaleyfi á nokkrum útgáfum af grindinni en að lokum fannst lögun sem hentar fullkomlega fyrir hjólið sem millihjóla útgáfa af ferða, cruise og hippa. Taka varð einnig mið af að ekki mátti breyta núverandi CMX 500 útgáfunni útlitslega né aksturslega séð sökum vinsældar þess hjóls hjá Honda.

Ekki var bara hægt að troða nýjum og stærri mótor í CMX 500 og breyta nafninu í 1100.
Það þarf að huga að heildinni allri, frá minnstu skrúfu til fjaðurbúnaðs hjólsins og allt þar á milli.

Honda mun einnig verða með S útgáfu af núverandi Rebel hjólunum, Mun sú útgáfa verða með nokkrum lúxus aukahlutum ef svo má segja.
Sögur ganga um að það verður s.s lyklalaust aðgengi, cruise control, self-cancelling indicators en ekkert hefur hins vegar heyrst frá Honda hvað það verður sem S-ið mun standa fyrir svo við verðum bara að bíða.

Ætla má að verðið á nýja Rebel 1100 muni verða í kringum 10.000 pund en það mun koma í ljós á næstu EICMA í Mílan í nóvember þar sem hjólið mun verða frumsýnt.

Pin It on Pinterest

Share This
%d bloggers like this: