fbpx

Lego veðjar á Ducati Panigale V4 R.

Eftir margra ára samstarfs Lego og American Motorcycle framleiðanda Harlay Davidson, hefur Lego nú snúið sér að Ítalíu og hafið samstarf við Ducati. Ducati hjólin munu nú verða í tæknilegói Legó fyrirtækisins. Lego hefur nú birt myndir af afurðinni og hefur þeim bara tekist nokkuð vel upp að ná útliti og straumlínulögun Panigale V4 R.

  • Facebook

Ef Coronavírus mun herja á heiminn áfram með tilheyrandi samkomubanni og eða útgöngubanni mun þetta sett mögulega geta bjargað geðheilsu þeirra sem vilja vindinn í fangið á hraða sem mundi nægja til að missa skírteinið nokkrum sinnum.

  • Facebook

Lego hefur allgerlega náð útliti Ducati Panigale V4 R svo vel að jafnvel minnstu smáatriði eru eins og virka
s.s Demparar, bremsur, gírskipting, framrúðan, mælaborði og standarinn.

  • Facebook

Allt í allt telur settið 646 hluti og þegar hjólið er samsett er það 32cm á lengd, 16cm á hæð og um 8cm á breidd. Það er ekki með neinum rafhlutum s.s gengur ekki fyrir batterí eða slíku svo það fer bara jafn hratt og þú nærð að sveifla hendinni eða ýtir því.

  • Facebook

Settið veðrur aðgengilegt í vefverslun Lego 1. ágúst svo nú er bara að stilla áminninguna.

Pin It on Pinterest

Share This
%d bloggers like this: