fbpx

Héldu þið að Suzuki væri ekkert að gera? Ónei þeir eru sko ekki stopp, þeir hafa umbylt V-Storm hjólinu.

Suzuki eru sko ekkert að hellast úr lestinni. Þeir hafa endurhannað hið fræga V-Storm, stækkað vélina ásamt nokkrum öðrum breytingum og bætt útlit svo um munar. Gamli Suzuki guli liturinn er kominn inn aftur og kemur bara vel út á nýju útgáfunni á hjólinu.

  • Facebook

Undir áhrifum hins goðsagnakennda DR-Z800 Dakar Rally hjólsins sem sannaði að Suzuki ætti heima meðal keppenda í erfiðustu torfærukeppnum heims og DR800S hjólsins sem oftar en ekki er bara nefndur DR-Big hefur nú Suzuki komið út úr skápnum með nýtt módel af V-Storm. V-Storm 1050 sem ber sterks einkenni til þeirra beggja, DR-Z800 og DR800S. V-Storm 1050XT útgáfan mun einnig koma í hinum eina sanna Suzuki gula litnum og mun þar vera til heiðurs DR-Z rally hjólsins, aftur á móti er appelsínugula og hvíta litasamsetningin einkenni DR-Big hjólsins. Hvort sem þér líkar torfæru brautin, borgar umferðin eða ferðahjólin að þá er nýja V-Storm 1050 fyrir þig og þín ævintýri þar sem það sameinar þessi þrjú hjól í eitt.

2020 V-STROM 1050

Grindin á hinu nýja V-Storm 1050 hjólinu er svört og setur mikinn svip á heildarútlit hjólsins. Vélin er 1037cc V-twin hefur fleiri herstöfl en áður og torkar mun meira við lægri snúningshraða en áður, einnig mun eldsneytis notkun veðra mun betri eða skilvirkari og setur það hjólið því í hóp umhverfisvænni hjóla en áður hefur verið.

V-Storm 1050 getur tekist á við allskonar aðstæður sem áður var í höndum ökumanns. Það getur einnig aðlagað sig að getur ökumannsins og hjálpað þá til ef á þarf að halda. Með háþróaðri rafstýringum og Ride by Wire kerfinu getur hjólið hjálpað til ss breitt fjöðrun og eða sett á akstursstillingu í hjólinu sem grípur þá inní ss aflið og hemlun. Einnig er hjólið búið ESS (Easy Start System) sem auðveldar gangsetningu.

Á meðal nýjunga er alveg nýtt mælaborð. Mælaborð sem liggur beint í sjónsviði ökumannsins og er auðlesinn LCD skjá, stílhreint og vel útfært sem að sjálfsögðu hefur allar þær helstu upplýsingar sem mælaborð eiga að hafa en jafnframt er hægt að bæta við ss GPS staðsetningartæki og fleira en einnig er USB port við mælaborðið til að bæta við tækjum ef þarf.

  • Facebook

Meðal þess sem finna má í nýju V-Storm 1050 og í V-Storm 1050XT er Suzuki snjallökumannskerfi (Intelligent Ride System (S.I.R.S.)). ECM via a Controller Area Network (CAN) sem tengt er við hraðskiptan 6 gíra gírkassa hjólssins.

V-Storm hjólin leiða nú ferðahjóla framleiðslu Suzuki á öllum sviðum s.s í tækni og rafbúnaði

Snjallökumannskerfið S.I.R.S er með innbyggt Cruise Control sem er lofað fyrir skilvirkni og áræðanleika en einnig vegna þess að það er tengt við Ried by Wire kerfiðog vinna því saman að umferðarörygginu. Þú getur verið viss um að allt hefur verið gert til að þú nýtir ferðar þinna á V-Storm hjólunum.

V-Storm 1050XT kemur með stillanlegri rúðu (wind screen) hlíf fyrir hendurnar og spegla, ný hönnun á tvískiptu sæti, alveg nýrri hönnun á mælaborði og þetta er bara brot af því sem hefur verið hannað upp á nýtt í hjólinu.

https://racerxonline.com/2019/11/05/the-list-crazy-new-bikes

Pin It on Pinterest

Share This
%d bloggers like this: