fbpx

Harley Davidson er að mæta á rafhjólamarkaðinn – LiveWire kemur á göturnar 2020.

Það er komið að því, risinn er að mæta á markaðinn. 2020 Harley-Davidson (H-D) LiveWire. Hannað til að ná til nýrrar kynslóðar hjólara, H-D hafa loks ákveðið að bætast í hóp framleiðanda rafhjóla.
LiveWire býr svo sannarlega að því að H-D er framleiðandinn, nægur kraftur eða 0-60mph á 3sek sem verður að teljast ansi gott. Engin gírar, engin kúpling. Bara setjast á og rafmagnið í botn.

  • Facebook

Hjólið er búið 15.5kWh Rechargeable Energy Storage System (RESS) og batteríið er lithium-ion cells. Batteríið er háspennu batterí sem kemur hjólinu allt að 95 mílur (152km) á þjóðveginum en allt að 146 mílur (235km) í borgarumferðinni.

LiveWire bíður upp á tvennskonar hleðslur.
A hleðsla er svokallað “Yfir nótt hleðsla” sem er heimahleðsla. Hleðslan er lághraða hleðsla og því ekki æskilegt nema tíminn sé nægur þar sem hleðslutíminn er um 6 klukkutímar.
B hleðslan er hraðhleðslan (Level 3 DC) og nær batteríið um 80% hleðslu á um 40mín.

  • Facebook

H-D Special Features

Velkominn í það sem H-D kallar “Draumaheim mótorhjólafólks, upplifun sem aldrei gleymist” en með samstarfi við Panasonic mun nýju hjólin nota ‘cellular telematics connectivity’ CTC sem gerir ökumanni kleift að tengja snjallsímann sinn beint við hjólið og getur þar að leiðandi notað s.s Google maps, skoðað batterísstöðuna og eða notkunina ss hvað kemstu langt á síðustu voltunum og í einhverjum útgáfum verður hægt að sjá stöðu loftþrýstings í dekkjum miðað við akstursmáta og þá fengið ábendingu um hvernig á að laga hvort að öðru.

LiveWire verður útbúið staðsetningartæki þannig að það á að vera hægt að finna hjólið aftur ef því er stolið (GPS-enabled stolen vehicle tracking system) en einnig getur þú fengið sent beint í símann þinn ef einhver er að eiga við hjólið.

LiveWire aðlagar sig að hæfileikum ökumannsins með Reflex™ Defensive Rider Systems (RDRS) og getur ökumaður valið á milli sjö fyrirframákveðna aksturseiginleika sem hjólið svo lagar að hverjum ökumanni fyrir sig.
LiveWire kemur með fjórum aksturs stillingum (pre-programmed modes): sport, road, range og rain en einnig er þrjú laus hólf í forstillingunum þar sem ökumaður getur sjálfur stillt eins og honum þykir best. Á mjög áberandi skjá í mælaborði mun ökumaður sjá auðveldlega í hvaða stillingu hjólið sé og geta breitt sé þess þörf.

  • Facebook

LiveWire vegur aðeins 549lbs eða um 249kg. Í standart útgáfunni mun hjólið vera með stillanlegri fjöðrun sem ökumaður getur stillt eins og honum þykir best.

Verðið á hjólunum er stillt í (hófi) en það mun vera í kringum 29,799 USD fyrir standart útgáfuna sem svo aðeins getur farið upp á við eftir því hverju bætt er við af aukabúnaði. Nóg verður af aukabúnaði í boði svo endanlegt verð getur verið langt frá þessum um þrjátíuþúsun dollurum.

Það er að sjálfsögðu alltaf gaman að sjá framleiðendur koma með nýjungar á markaðinn og vera með umhverfis sjónamiðin á oddinum. Sem betur fer eru alltaf fleiri að koma að borðinu í nafni umhverfisins og þá koma nýjungar sem við hin getum aðeins dreymt um.

Harley Davidson’s New Electric Motorcycle – LiveWire Hits the Streets

Pin It on Pinterest

Share This
%d bloggers like this: