fbpx

Forsýning á Triumph Scrambler 1200 Bond Útgáfuni.

Í desember 2019 gaf Triumph út yfirlýsingu þess efni að það hefði gert samstarfssamning við EON Productions sem er framleiðandi nýjustu myndarinnar um James Bond „No Time To Die“ sem mun vera 25. myndin um útsendara hennar hátignar.

Triumph frumsýndi á dögunum Scrambler 1200EX hjólið sem ber nafn útsendarans „Bond Edition“ en hönnun hjólsins var með þarfir 007 í huga ss litur hjólsins, stór TFT skjár í mælaboði ásamt carbon fiber hlífar, leðursæti með áþrykktu logoi 007 og að sjálfsögðu númeraplata með númeri eintaksins en einnig munu væntanlegir kaupendur fá veglegan Bond pakka.

Hjólið mun einnig vera útbúið 6 mismundandi forstilltum akstursstillingum og má þar nefna sérstaklega Off-Road stillingu. IMU stýrt ABS, lyklalaust aðgengi, hita í handföngum, Öhilins dempun og cruise controle.

Hjólið mun verða framleitt í mjög svo takmörkuðu upplagi eða 250 stk, einungis 30 stk munu fara á Ameríkumarkað og 5 á Kanadamarkað.

Pin It on Pinterest

Share This
%d bloggers like this: