fbpx

Ferrari í heimi mótorhjóla.

Saga þessara goðsagnakennda bílasmiðja er samofinn heimi mótorhjóla en samt einhvernvegin algerlega aðskilinn. Það er eins og reglulega komi hjól sem tengist eða telst til Ferrari en nær samt engu flugi nema ef vera skildi sem sérsmíði með fáum eintökum fyrir útvalda.

Sagt er að Alfredo „Dino“ Ferrari sonur stofnandans Enzo hafi keppt á sérstöku keppnishjóli sem Ferrari hafi eitthvað átt við árið 1950. Árið 1970 komu verkfræðingar Ferrari undir stjórn Kay að byggingu keppnishjóls sem nú er metið á rúma hálfa miljón dollara. Á áttunda áratugnum tók hinn goðsagnakennda mótorhjóla hönnuð Arlen Ness sig til og hannaði hann kópíu af Chopper hjól fyrir Testarossa. Á sama tíma var annar sem útfærði par af Ferrari powerd superbikes.

  • Facebook

Fyrir nokkrum árum voru hönnuð Scuderia Ferrari Chopper handa þáverandi heimsmeistara í Formúlu 1 Michael Schumacher sem ætlaði sér að fara í keppnir á mótorhjólum eins og alþjóð veit.

  • Facebook

Þrátt fyrir margar útgáfur og margar sér prótótýpur að þá held ég að ekkert slái þessu við í útliti og hönnun.

  • Facebook
  • Facebook

Ferrari V4 Superbike Concept mun vera hugarfóstur hins Ísraelska hönnuðar, Amir Glinik.
Amir tileinkar hönnun sína stofnanda Ferrari, Ferrari Enzo‘s. Nýtir hann V12 vél sem hefur verið „strípuð“ niður í fjóra sílendra og aðlöguð í að drífa bara einn drifás og kemst fyrir í grindinni á hjólinu. Þessu framúrstefnulega hjóli sem minnir óneitanlega á Ferrari bílinn frekar en mótorhjól en engu að síður mundi þetta hjól fanga augun margra ef það væri á götum borgarinnar.

  • Facebook

En hvað sem hver segir að þá lítur þetta hjól ekki út fyrir að hafa verið hannað 2008 heldur mikið frekar 2020

Pin It on Pinterest

Share This
%d bloggers like this: