fbpx

Ferða & sporthjólin 2020

Árið fyrir sport og ferðahjólin er gríðarlega öflugt, hver nýjungin á fætur annari og hver framleiðandinn með sínar útgáfur. Árið getur ekki annað en vægast sagt orðið stórkostlegt.

2020 Aprilia RS 660

 • Facebook

Nýjasta hjólið á almennan markað frá Aprilia er RS 660 sem er 1100cc orkustöð á hjólum. DOHC twin með 270° crank er sagt að nái yfir 100 hp og það í um 170kg hjóli (án vökva). RS 660 er búið 6 ása rafstýringu sem gefur 5 möguleika á mismunandi aksturseiginleikum sem allir hafa mismunandi tengingu við ss inngjöfina, Cruise control, gírbremsu og ABS. Einnig má nefna samtengda fjöðrun, Brembo radial bremsukerfi, LED ljós og TFT skjár í mælaborði með GPS og vegakorti þar sem hægt er að fá inn umferðarþunga framundan. Skjárinn gefur frábæra myndi beint í sjónsviði ökumanns.

2020 BMW F900R & F900XR

 • Facebook
 • Facebook

Hið nýja F900R og F900XR hjólin eru byggt á forvera F hjólanna hjá BMW þess eða F850GS og verður velheppnaður mótorinn notaður áfram sem var ekki hvað síst þekkt fyrir torkið og samkvæmt BMW mun hann skila F900R og F900XR í um 105 hp. Nýja F900R og F900Xr eru byggð upp á stálgrind. Hjólin er útbúin 6,5 tommu TFT skjá í mælaborði. LED ljósum, tveimur akstursstillingum (Rigning eða vegur) ABS og ASC (Automatic Stability Control) sem staðalbúnaður.

BMW R1250R & R1250RS

 • Facebook
 • Facebook

R línan hjá BMW fær sína uppfærslu líkt og F hjólin. R fjölskyldan fær nú nýjan 1254cc boxer Twin ShiftCam og allhressilega uppfærslu á rafkerfi. R hjólinn fá einnig 6,5 tommu TFT skjá í mælaborði. DRL möguleika á halogen framljós eða sporty twin LED ásamt LED-DRL dagljósabúnaði.

BMW S1000RR

 • Facebook

Þetta hjól er svo náttúrulega bara eitt af sjö undrum veraldar. MEIRA afl, léttara hjól, allt hefur verið endurhannað sem kemur þessu hjóli á stall með þeim kraftmestu götuhjólum í heiminum. 205 hp og undir 200kg.

2020 Can-Am Spyder RT

 • Facebook

BRP hefur nú heldur betur tekið Can-Am Spyder RT í gegn og hresst vel upp á búnað og er hjólið hlaðið lúxus í dag. Ný LED ljós, Stjórntæki og búnaður hefur fengið andlitslyftingu með nýjum skjá, stækkun á fótstigum, Hiti í sæti, bæði fyrir farþega og ökumann, Ný hönnun á rúðunni (windscreen) sem hægt er að stilla rafrænt og setja í minni þína stillingu, farangurshólfin er hægt að taka af en samtals telja hólfin 117L og getur miðhólfið geymt tvo hjálma hlið við hlið.

2020 Ducati Multistrada 1260S Grand Tour

 • Facebook

Ducati fjölskyldan er stór og mikil í ferða og sporthjólum. Multistrada 1260S er athyglisvert hjól að mörgu leiti. Sportlegt útlit en með eiginleika ferðahjóla og knúið af 1262cc DVT L-twin mótor sem skilar hjólinu um 158 hp og gríðarlega góðu torki. Hjólið er útbúið Grand Tours rafstýrðu IMU forstillingum á akstursstillingum. IMU, upp/niður hraðgírar, cruise controle ásamt hill hold controle, TFT mælaborð með Ducati Multimedia kerfið, stillanlegt ökumannssæti, hiti í handföngum og lyklalaust aðgengi á bensín tanki og nemar í hjólbörðum.

Ducati Panigale V2

 • Facebook

Ducati Panigale 959 hefur nú fengið nýtt nafn. Panigale V2 og er nýja hjólið knúið 5. kynslóðar af Evrópuútgáfunni af Panigale mótornum, 955cc Superqadro L-twin sem gefur um 155 hp og gríðarlega got tork. Uppfærslan í Panigale V2 krafðist þess að algerlega ný grind var útbúinn ásamt öllu sem því fylgir og er því í raun um aluppfærslu að ræða. Allt rafkerfið endurhannað og með rafstýrð IMU forstillingum á akstursstillingum, Stillanlegum Sachs dempun (Showa Big Piston Fork, Sachs shock) Brembo M4,32 monblock bremsukerfi, Pirelli Diablo Rosso Corsa II dekk, TFT mælaboðr og LED ljós. Allt þetta og meira til vegur einungis um 200kg

Ducati Streetfighter V4 & 4S

 • Facebook

Ducati hefur ekki komið með nýja útgáfu af Streetfighter í fjögur ár en 2020 er árið sem við fögnum endurkomunni og það á tveimur Streetfighter hjólum. Streetfighter hjólim má eiginlega segja að séu keppnisútgáfur af Panigale V4. Mótorinn er 1103cc sem skilar um 208 hp og gríðarlegu torki. Staðalbúnaðurinn samanstendur af vængjasetti „biplane wing“ aerodynamics, rafstýrð IMU forstillingum á akstursstillingum, Stillanlegum Sachs dempun (Showa Big Piston Fork, Sachs shock) Brembo M4,32 monblock bremsukerfi, Pirelli Diablo Rosso Corsa II dekk, TFT mælaboðr og LED ljós.
En í Sreetfighter V4S verður aftur á móti Ducati rafstýrðir dempun EVO, Öhlins (NIX-30 fork, TTX 36 shock and steering damper) með Öhlins smart EC 2,0 control system.

Allt þetta og meira til vegur einungis um 200kg

2020 Honda CRF1100L Africa Twin

 • Facebook

African Twin hólinn frá Honda þarf vart að kynna. Þessi velheppnaða mororcros-ferðahjóla blanda hefur svo sannarlega staðið fyrir sínu. Nú fær African Twin uppfærslu sem vert er að gefa góðan gaum. Mótorinn hefur verið stækkaður og er nú 1084cc, grindin hefur verið endurhönnuð og nú mun léttari, rafstýrð IMU forstillingum á akstursstillingum, ABS Cruise Control og nýtt TFT 6,5tommu lita snertiskjá-mælaborð með Apple Car-play. Ný og endurbætt hönnun á framrúðunni sem gerir hana mun minni en áður og gerir hjólið bara vígalegt. Þetta allt og meira til, sjón er sögu ríkari þarna eins og svo oft áður.

Honda CBR1000RR-R Fireblade SP

 • Facebook

Honda kynnti nú á dögunum 2021 árgeriðna af CBR1000RR-R Fireblade SP hjólinu. Bókstaflega verðru allt nýtt í hjólinu. Meiri kraftur með nýrri 1000cc með gríðarlegu torki, Öhlins demparakerfi og Öhlins smart EC 2,0 með OBTi (Object Based Tuning interface) Brembo bremsukerfi ásamt Stylema front calipers sqeezing 330mm bremsudisk sem allt er stýrt af 6 ása IMU Bosch kerfinu.

2020 Kawasaki Z H2

 • Facebook

Smellurinn frá Kawasaki 2020 er Z H2 hjólið. Vígaleg 998cc mótor í Z línu en hjólið er einnig hlaðið nýjungum og má þar nefna Showa dempun, Brembo monblock bremsukerfi, LED ljós, lita TFT mælaborðsskjá, snjallsíma tengi, rafstýrð IMU forstillingum á akstursstillingum tengt við kúplingu.
Þetta allt og meira til hjá Kawasaki í ár.

2020 KTM 1290 Super Duke R

 • Facebook

Þó að nafnið hafi ekki verið uppfært er það það eina sem ekki var uppfært. Hjólið er hlaðið nýjungum sem samtals vega rétt um 190kg (án vökva)
Léttara, kraftmeira og hlaðið nýjungum samkvæmt KTM. Hjólið mun verða knúið af 1301cc LC8
V-Twin mótor með uppfærðum Pankl gírkassa, ný og uppfærð grind til að létta hjólið, WP-Apex dempun ásamt léttmálmsfelgum og Bridgeston dekkjum. Super Duke R verður spennandi kostur í ferðahjólunum í ár.

2020 Moto Guzzi V85 TT Travel

 • Facebook

Moto Guzzu hefur nú hellt út nýju hjóli hjá sér í ferðahjóla markaðinn, V85 TT Travel. Hærri framrúðu (Windscreen) Harðplast hnakktöskur sem eru 37L hægramegin en 27.5L vinstramengin, Hiti í handföngum, Moto Guzzi MIA multimedia mælaborð. Moto Guzzi mun svo sannarlega vera spennandi kostur í vali á ferðahjóli.

2020 Suzuki Katana

 • Facebook

Á hverju ári og alveg síðan 1981 hefur Suzuki toppað sig í útgáfunni af Katana hjólinu. Núna í ár er engin undatekning á því, þeir toppa sig enn eitt árið. GSX-S1000 verður knúið af 999cc með gríðarlegu torki. ABS, Skriðvörn, ES start og low RPM. Ný hönnun á grind, KYB dempun, tvöfalt Brembo Monblock fjögurra pinna bremsukerfi, 310mm fljótandi LCD skjár í mælaborði og svona mætti lengi telja upp.

Hér hefur aðeins verið tiplað lítilega í hjólin sem annaðhvort eru kominn á markaðinn eða eru á koma á markaðinn og já það er fjöldi hjóla sem vantar í þennan lista.

 

Pin It on Pinterest

Share This
%d bloggers like this: