fbpx

Cruiser Hjólin sem koma 2020.

Við fyrstu skoðun virðist sem restin af árinu 2020 verði umfangsmikið er varðar útgáfur af mótorhjólum. Það mætti halda að við höfum dottið beinn í mest spennandi kafla í góðri spennu sögu eða dottið beint inn í sjónvarpsþátta seríu sem gerð er til að grípa mann og halda manni án klósetpásunar. Þvílíkur fjöldi hjóla og útgáfur af hjólum sem komið er eða við eigum enn von á.

Hvort sem litið er á Superbike, á nýju stórglæsilegu Café hjólin eða á Scrambler-ana að þá mun 2020 vera stórkostlegt ár.

Hér verður tipplað í kringum nokkur af þeim hjólum og útgáfum sem eru kominn á markaðinn eða eiga enn eftir að koma.

2020 Yamaha VMAX


 • Facebook

„Núverandi útgáfa af Yamaha VMAX power cruiser fagna 12. árinu sínu á árinu 2020. Byrjað var að framleiða Power Cruiser 2008 sem stjörnu hjól Yamaha. (Eldri Cruiser sub-brand Yamaha) VMAX var breytt og endurbætt svo um munar og á núna sitt sæti í Yamaha‘s Sport Heritage Motorcycle line. Og sem áður stendur Yamaha VMAX uppúr með sína 1679cc V-4 vél.”

2020 Harley Davidson LiveWire, Low Rider S, Road Glide Limited, CVO Tri Glide, CVO Limited

„2020 mun verða stórt ár hjá Harley Davidson. Rafhjólið LiveWire sem beðið hefur verið eftir af mikilli óþreyju mun koma á göturnar en ekki síður eru aðrar útgáfur af H-D að koma út líka sem vert er að skoða einnig.

Hjólarinn.com hefur áður fjallað um LiveWire og má finna þá grein hér LiveWire svo nú tökum við bara bensín hjólin fyrir í þessari grein.

Harley Davidson Low Rider S

 • Facebook

Nýi Low Rider S er uppfærð útgáfa af forvera sínum. Algerlega blacked-out version sem hafa átt miklum vinsældum að fagna hjá H-D í gegnum árin. Lág ásetna á hjólunum og staðsetning á stýri á ekki hvað síst þátt í vinsældum hjólsins. Vélin þykir skemmtileg og á sinn þátt einnig, Milwaukee-Eight 114 og 6 gíra hraðgírkassi

Harley Davidson Road Glide

 • Facebook

Harley Davidson kallar Road Glide Limited „Eitt með öllu Grand Touring hjólið“ Þar sem þetta hjól er útbúið öllum þeim lúxus sem hægt er að koma fyrir í mótorhjóli. Lúxus sem mun gera ferðalögin að leik einum.
Hjólið er útbúið mun stærri framrúðu (windshield) en gengur og gerist og með Boom box GTS upplýsingar og afþreyingar kerfi H-D, Milwaukee-eight 114 vélin er útbúin fyrir torkið og 6 gíra hraðgírkassinn mun því skila hjólinu vel áfram fulllestuðu. Ultra-bright tvöföld Daymaker Reflector LED framljóls sem breyta næturhimni í dagsljós líkast. Eitt box og hliðartöskur eru á hjólinu svo nægt er geymslurímið. Reflex Linked Brembo bremsu kerfi með ABS stoppar þig örugglega

Allt þetta til í bæði króm útgáfu eða blacked-out útgáfu.

Harley Davidson CVO

 • Facebook

Vinstri: H-D aðdáendur hafa beðið lengi eftir því að fá þríhjól á markaðinn. Eftir áralanga þróun er kalli markaðsins svarað.
Hægri: Hið eina sanna CVO Limited tekur ferðamenskuna þína á næsta level. Hlaðið lúxusi, ferðastu með stæl.

 • Facebook

2020 Harley Davidson CVO Tri Glide, CVO Street Glide og CVO Limited færir þér jafnvel meiri lúxus en Road Glide. CVO eru hvað vinsælustu hjól Harley í dag. Hvert og eitt séstaklega málað og hlaðið aukabúnaði valið af hverjum og einum viðskiptavini ástam að sjálfsögðu staðalbúnaði hjólsins. Stóra fréttin hér er að sjálfsögðu þríhjólið sem beðið hefur verið eftir.
H-D kalla þríhjólið „Hjól hinna miklu biðar“ sem loks hefur verið svarað.
CVO Tri Glide er útbúið með Daymaker Adaptive LED framljós, Kahuna collection handföngum á stýri, levers, pegs, floorboards, Boom! Box GTS upplýsingar og afþreyingar kerfið, Audio 30K Bluetooth headset, H-D Connect, Tomahawk Cut Contrast Wheels, Til að kóróna allt svo, þú velur þína tvo liti í litasamsetningu á hjólinu: Black/Red/Silver or White/Chrome.

2020 Indian Scout Bobber Twenty og 100th Anniversary

 • Facebook

Indian kemur með nýja útgáfu af Scout hjólinu sem hefur átt miklum vinsældum að fagna alveg frá upphafi og var greinilegt frá fyrstu stund að þarna höfðu Indian hitt naglann á höfuðið. Það kom því engum á óvart að þeir héldu áfram með framleiðsluna og er Indian Scout nú einkennis merki Indian hjólanna í hugum margra.

Hólið sem kemur út á þessu ári, Scout Bobber Twenty og einnig í mjög takmörkuðu upplagi, Limited edition Scout 100th afmælis útgáfan. En í haust eru liðin 100 ár síðan fyrsta hjólið þeirra kom á markaðinn 1919 svo árið 2020 er mikið sögu ár hjá þeim.

„Indian Scout hönnunin hefur heldur betur staðist tímans tönn og er Indian eitt af lykilframleiðendum mótorhjóla í heiminum í dag og ættu þeir ekki hundrað ár á markaðnum af baki nema svo væri í raun“.

 • Facebook

Scout 100th Anniversary

Afmælisútgáfan af Scout ber vísan í sögu Indian með hinni einu sönnu litablöndunni Indian Motorcycle Red og giltum línum, svörtum teinafelgum ástam fljótandi leðursæti og bögglabera. Útlitið er toppað með krómi þar sem því er komið við s.s ljós, púst og mótorhlífar. Einungis verða 750 hjól framleidd í þessari afmælisútgáfu.

 • Facebook

Scout Bobber Twenty

Scout Bobber Twenty er útgáfa sem á sér líkindi úr fyrri framleiðslu Indian. Scout Bobber Twenty heiðrar útgáfu Scout frá árinu 1920 með ýmsu móti s.s með teinafelgum og fljótandi leðursæti en einnig með blöndu af krómi og svörtu og apehanger höldur á stýri sem færa hjólið samkvæmt Indian „Gefur ökumanni afslappandi old-school bobber upplifun“
Scout Bobber Twenty verður til í þremur litaafbrigðum Sagebrush Smoke, Burnished Metallic & Thunder Black. Pústið er 2 í 1 púst sem á að bæta 10% við hestöflin. Vélin verður V-twin sem gefur allt að 100herstöfl.

 • Facebook

Hægt er að fá alskonar touring aukahluti á Scout hjólin s.s tvær stærðir af Windscreen.

Thunder Stroke

 • Facebook

Indian Motorcycle kynnti til sögunar 2020 Thunder Stroke útgáfuna sína 2019 og gaf fyrirheit um hvað skildi vænta. Algerlega endurhannað hjól sem byggt var upp af Springfield Dark Horse hjólinu.
Nýja Roadmaster Dark Horse hjólið yrði útbúið öllum þeim lúxus sem hægt væri að koma fyrir í einu hjóli og væri upplifun ökumannsins það eina sem haft væri í fyrirrúmi.

Þeim svo sannarlega tókst það og gerðu enn betur ef eitthvað er.

 • Facebook

Algerlega endurhannað mælaborð er eitt af nýjungunum þar sem finna má sjö tommu snertiskjá sem knúinn er quad-core örgjörva sem léttir allar vinnslu á skjánum ss GPS kortanotkun, veðurupplýsingar eða umferðarþungi vega sem framundan er, skjárinn er sérhannaður til að drekkjast eða lýsast upp eftir birtuskilyrðum í umhverfinu svo ökumaður sjái alltaf á skjáinn. Skjárinn liggur beint í sjónsviði ökumanns.

 • Facebook

Thunder Stroke powertrain línana hjá Indian hafa notið gríðarlegar vinsældar í gegnum árin og fá nú allar undirtegundirnar sína eigin uppfærslu.  Springfield Dark Horse, Chieftain, Chieftain Dark Horse, Chieftain Limited, Chieftain Elite, Roadmaster og Roadmaster Dark Horse fá öll nýjan mótor. 116ci loftkældan V-Twin sem skilar 126 pundfeet í torki sem þakka má nýja high-flow cylinder heads. Einnig fær 2020 Roadmasterin, Dark Horse treatment en einnig fjöldin allur af öðrum aukabúnaði s.s 19 tommu framhjól, nýtt sæti og svona mætti lengi telja.

2020 Triumph Rocet 3R og Rocet 3 GT

 • Facebook

Triumph ættlar sér að skora hátt 2020. Mjög hátt með nýju musclebike sínum.

Á síðast ára tilkynnti Triumph að þeir hygðust koma með á markaðinn útgáfu af Rocket hjóli sínu sem mundi slá öllu við.
Núna fáum við að líta á hið mjög svo takmarkaða upplag af Rocket 3 TFC hjólunum sem verða jafnvel í enn takmarkaðra upplagi en menn þorðu að vona. Einungis verða 750 hjól framleidd og þar af mun 225 fara á Bandaríkjamarkað. En einnig verður standart útgáfa af Rocket hjólunum líka gefin út og verður það Rocket 3R. Nýju útgáfurnar af hjólunum verða með alveg nýjan þriggja sílendra mótor sem getur náð alveg heilum 2458cc sem verðu þar að leiðandi öflugasti mótor í mótorhjóli í heiminum.

 • Facebook

Vél sem er þetta öflug gerir ekki mikið í hjólum nema að allt annað sé hannað í kringum þetta afl og það gerði Triumph svo sannarlega. Mótorinn skilar heilum 165 herstöflum í drifskaftið á hinum nýju Rocket hjólunum. 11% meira en var í eldri Rocket gerðunum sem kynnt var 2004 en þar voru mótorarnir að skila 2294cc.

En það sem skiptir mestu máli er torkið sem hjólin eru hvað frægust fyrir sem nú hefur heldur betur verið betrumbætt.

Meðal helstu staðalbúnaðs í hjólunum er:
Nýr og endurbættur hraðskiptur 6 gíra gírkassi, Cruise control, hið sérkennilega útlit á þreföldu pústi í tvo útganga öðru megin og einn útgang hinu megin, fimm ása Continental IMU informs traction control ásamt cornering ABS, stillanlegum TFT skjár í mælaboði sem auðveldar ökumanni alla yfirsýn á ástandi hjólsins. Lyklalaust aðgengi og svona mætti lengi telja upp.

 • Facebook

Að öllum öðrum framleiðendum ólöstuðum að þá hljómar þetta sem sprengja á markaðinn.

2020 Suzuki C50, C50T, M109R B.O.S.S.

Suzuki C50

 • Facebook

Suzuki er með heila línu af full-size Cruiser hjólum sem hafa gert garðinn frægan hér á árum áður en nú með fullt af nýjum útbúnaði.

Byrjum á Suzuki Boulevard c50 sem er eitt af vinsælustu cruse hjólum í heiminum með sína 45gráðu halla á cylender, 805cc vélarstærð. Suzuki ætlar nú einnig að bjóða það í nýjum spennandi litasamsetningum. Candy Daring Red og Glass Sparkle Black málað með nýrri áferð. Hjólin torka mun meira en áður og útbúin V-twin mótor með tvöföldu pústi með endurbættum hraðskiptum fimmgíra gírkassi, 16 tommu framdekkið er með diskabremsu og afturdekkið er 15 tommu með skálabremsu. AFIS sjálvirkur búnaður sem auðveldar kaldræsingu og með lágri ásetu setur Suzuki þyngdarpunktinn mjög lágt á hjólinu en að sama skapi hækkar sætið fyrir farþegann til að þeir fái sem besta útsýni.

 • Facebook

Suzuki C50T

 • Facebook

C50T er fully loaded leður og króm með Metallic Gray málað með nýju útliti og hönnun á tankinum en einnig með framrúðuni og með breiðari sætum bæði fyrir ökumann og farþega ásamt hliðartöskum.

Suzuki M109R B.O.S.S

 • Facebook

Með 240mm breidd á aftur dekki verður engin rásun við að hjóla M109R BOSS. Suzuki hefur tekið allt það besta sem þeir geta boðið og snýtir því svo sannarlega upp í þetta hjól. Nýtir til fulls SASS (Suzuki Advanced Sump System) við að nýta afl vélar út í drifskaft og með lægri þyngdarpunkt sem gerir ökumanni auðveldara að hafa stjórn á hjólinu m.a með því hann sjálfur veitir mun minni mótstöðu með lægri ásetu.

 • Facebook

M109R eigendur þurfa ekkert á óttast að hjólið sé bara einn hávaði því með nýjum 109-inch V-twin mótor setur það hjólið í hóp með vélastærstu hjólum 2020. Mótorinn skilar um 1783cc vökvakælt, 4 stroke sem er linað upp með Suzuki Composite Electrochemical Material (SCEM) ásamt dry-sump lubrication system sem tekur vel á hitamálum mótorsins.

Hjólin eru hlaðin aukabúnaði og má þar nefna beina innspýtingu sem stýrt er af Suzuki Dual Throttle Valve (SDTV), SASS stýringu á afli til drifsskafts og við það var hægt að lækka hæðina á mótor til að lækka þyngdarpunktinn, hraðskiptum fimmgíra gírkassi.

2020 Arch KRGT-1

 • Facebook

Arch Motorcycle hefur nú sett á markaðinn alveg nýja útgáfu af Arch KRGT-1 sem er með öflugan mótor 124ci S&S V-twin mótornum sem var sérhannaður fyrir Arch, en með nýhannaðri grind og hlífum endar hjólið í einu glæsilegu og sportlegu stykki.

 • Facebook

Framgafflar hafa einnig fengið endurbætur og eru í dag 48mm Öhlins NIX en einnig hafa bremsur bæði verið styrktar til muna og stækkaðar í samræmi við afl mótorsins. Allar uppfærslurnar sem gerðar hafa verið á Arch miðast við að halda í þægindi cruiser en með eiginleika sport hjólanna. Það má með sanni segja að Arch ýtir á mörkin á milli sporthjóla og cruiser og nýtir til hins ýtrasta V-twin mótorinn.

Eins og gefur að skilja eru sum af þessum hjólum nú þegar kominn á markaðinn en önnur eru á leiðini og þetta er alls ekki tæmandi listi heldur aðeins stiklað á stóru og vantar allveg fjöldan allan hér inn ss öll Honda Rebel hjólinn sem við höfum fjallað um áður og má skoða hér en einnig eru Yamaha með fleiri tegundir en VMAX þó við höfum bara gripið í það núna.

https://www.motorcyclistonline.com/new-motorcycles-2020/
https://www.topspeed.com/motorcycles/motorcycle-reviews/suzuki/2015-2020-suzuki-boulevard-m109r-boss-ar167910.html

 

Pin It on Pinterest

Share This
%d bloggers like this: