fbpx

CCM Motorcycles

Saga þessara Bresku scrambler hjóla. Hver var Alan Clews?
Jú Alan nokkur Clews var dæmigerður Breskur uppfinningarmaður, hafði metnað í sumt en annað ekki og vann sína plikt hjá BSA Competition Department. Þegar Alan var stanslaust neitað hjá BSA um að smíða mótorhjól sem hann hannaði og eða hugmyndir hans væru skoaðar var það ekki langsótt að Alan skildi stofna sitt eigið fyrirtæki í hönnun og smíði mótorhjóla þegar færi gafst, Það tækifæri fékk Alan þegar þrengingar urðu hjá BSA og Alan ásamt mörgum öðrum var látin fara. Þarna ákvað Alan að stofna Clews Competition Machines (CCM) og árið 1971 fór allt af stað. Alan gat nurlað saman fyrir pörtum til að setja saman fyrsta CCM mótorhjólið og var það 500cc. Þarna fór boltinn fram af bjargbrúninni en ekki bara niður brekkuna.

  • Facebook
Alan á sínu fyrsta hjóli

Það spurðist út að Alan hefði sett saman hjól sem væri á samkeppnihæfu verði og væri 500cc four-strokes. Þetta er á þeim tíma sem aðeins var hægt að fá two-strokes hjól. Smásaman spurðist það lengra og lengra út að CCM Motorcycles ætti til þetta hjól og pantanir byrjuð að streyma. Varð CCM mjög þekkt merki í motorcross, flat-track, trials og supermoto heimunum.

  • Facebook
Austin og Alan

Upp út 1980 var farið að setja Rotax mótora í hjólin og var farið að færa sig að götuhjólamarkaðnum, hafði CCM ekki undan að bæta við í línurna sínar því ekkert lát var á pöntunum. Árið 1998 seldi Alan CCM Motorcycle en sá mjög eftir því og árið 2004 var hann búinn að kaupa það aftur og snéri því aftur að keppnum hverskonar en einng sérsmíði á hjólum fyrir einstaklinga og félög. Árið 2009 eftirlét Alan syni sínum Austin fyrirtækið en Alan var alltaf tilbúin á hliðarlínuni. Alan lést 2. Maí 2018 og rekur nú Sonur Alans, Austin fyrirtækið í dag ásamt mági sínum Gary Harthern, yngri bróður sínum Russel en einnig eru synir Austins þarna líka, Ben og Jack.

  • Facebook
  • Facebook

Pin It on Pinterest

Share This
%d bloggers like this: