fbpx

3000 konur á mótorhjólum hafa lokið hringferð um jörðina.

Konur á mótorhjólum hafa i gegnum tíðina ekki verið margar EN samankomnar eru þær afl sem engin ætti að láta framhjá sér fara.
Konur eru ört stækkandi hópur í mótorsportinu og síðustu ár hafa þær komið víða við sögu og fjölgar þeim hratt sem aka um á tveimur hjólum þegar þess gefst færi. Upphafið af hringferð kvennanna má rekja til Hayley Bell og árið 2017.

  • Facebook

Hayley bjó til facebook hóp fyrir konur á hjólum til að geta fundið sér kvenn-hjólafélaga til að hjóla með sér um Warrington í Bretlandi. Hópurinn vatt upp á sig og boltinn byrjaði að rúlla og áður en varði voru fleiri þúsund meðlimir í hópum um allan heim. Þarna í raun fæðist hópurinn WRWR (Women Riders World Relay) og þar með hugmyndin að hreyfingu sem mundi ná til allar kvenna á mótorhjólum til að geta fundið sér hjólafélaga hvar sem væri í heiminum. Ekki leið á löngu áður en hugmyndin kom að hjóla hringinn í kringum heiminn.

  • Facebook
Hayley Bell 

Ferðin hófst í febrúar 2019 í John O’Groats í norður Skotlandi þar sem yfir 200 hjól lögðu af stað, frá Kent var farið yfir til Frakklands og þrætt í gegnum Evrópu yfir til Asíu, Ástralíu, Afríku og bæði norður og suður Ameríku.

  • Facebook

Þegar mest var voru 3528 hjól í hópnum. Heildar lengd þessarar ferðar var um 102.223km og farið í gegnum 79 lönd á 333 dögum þegar hópurinn kom aftur á upphafstað 15. febrúar 2020.

  • Facebook

Hópurinn ferðaðist í gegnum rok, rigningu, kulda og sól en aldrei var gefist upp og snúið við. Stór hluti hópsins talaði ekki sama tungumál en allar gátu þó komið skilaboðum til skila og hjálpuðust að við allar þær hindranir sem á vegi þeirra varð. Í dag hefur hópurinn á facebook bara stækkað og hefur tilgangur hópsins breyst segir Hayley en finna má hópinn hér.

 

Pin It on Pinterest

Share This
%d bloggers like this: