fbpx

2021 BMW R 18

BMW hefur nú sýnt hvers er að vænta í hinu nýja R 18 hjólinu og við verðum ekkert fyrir vonbrigðum held ég. Klassískt BMW cruiser útlit er minnir óneitanlega á R 5 frá árinu 1930.

  • Facebook

Hjólið verður knúið áfram af 1802cc OHV loft/olíu kælt BMW Boxer mótort sem mun vera stærsti Boxer mótor sem BMW hefur framleitt fyrir og síðar. Mótorinn mun skila heilum 91 hp og gríðarlegu torki. BMW ætlar sér stóra hluti með þennan gríðarlega stóra og öfluga boxer mótor í hjólið og mun R18 hjólið veita hvaða keppinaut sem er í cruiser hjólunum mikla samkeppni.

  • Facebook

Hjólið verður útbúið öllu því nýjasta sem BMW hefur upp á að bjóða s.s tvöfalda virkni á handbremsu ABS (tölva mun sjá til að hjólið bremsar bæði að framan og aftan en fótbremsan virkar enn bara að aftan) 6 gíra hraðgírkassi (slipper clutch) ASC (stability control) og MSR (Engine drag torque control) ásamt þremur forstilltum aksturs stillingum (Rain, Roll (venjulegur akstur) Rock (Sprot akstursstilling)) Hill Hold.

  • Facebook

Grindin er stálgrind með tvöföldum stýris ás, Þrír bremsudiskar (tveir að framan og einn að aftan) fjögurra pinna bremsukerfi. Framdemparar hafa stillimöguleika upp á stífleika. 19 tommu framdekk og 16 tommu afturdekk. LED ljósa kerfi.

  • Facebook

Eins og sést að þá held ég að allir sem koma til með að fá sér hið nýja R18 hjólið frá BMW verða alls ekki fyrir vonbrigðum.

Pin It on Pinterest

Share This
%d bloggers like this: