fbpx

20 Dýrustu mótorhjól í heiminum samkvæmt tryggingarfélögum.

Árlega er settur sama listi yfir mótorhjól sem tryggingafélögin eru með í tryggingu en þessi listi er ekki yfir hver bótafjárhæðin yrði, heldur hvert uppgefið kaupverðið á hjólunum er og gefur hann því ansi raunsanna mynd á verðmæti fákana sem taldir eru upp á þessum lista. Mörg þessara hjóla þóttu kannski ekki svo ýkja merkileg þegar þau komu út en önnur komu út í mjög takmörkuðu upplagi og því mjög fáir sem til þeirra þekkja en já við mundum sennilega snú hausnum í áttina að þeim ef við sæjum þeim bregða fyrir á götunum í dag.

Hafa skal í hug að þessi listi er byggður á gögnum frá tryggingafélögum og því endurspeglar hann ekki gæði eða raunvirði nema jú fyrir eigendur þess.

Í sæti 20 er Kawasaki Ninja H2R – kaupverð $50,000

 • Facebook

H2R hjólið er sérstaklega framleitt fyrir keppnisbrautir eða lokuð svæði sem væru undir eftirliti bráðaliða.

Þetta carbon fiber 300 hestafla tryllitæki var framleitt 2014 í mjög takmörkuðu upplagi. Framleiðsla fór nær öll fram í flugvéla og geimdeild Kawasaki. (Ég verð að viðurkenna að ég vissi ekki að Kawasaki væri með puttana á geimflaugum en kemur samt ekkert svo á óvart)

Í sæti 19. Energica Ego 45 Limited Editon – kaupverð $70,000

 • Facebook

Í mjög svo takmörkuðu upplagi framleiddi CRP Energica Ego45 rafhjólið. Hjólið nær 100km hraða á undir 3sek og er útbúið í mælaboðinu app sem gerir aðstoðarfólki kleift að eiga samskipti við ökumanninn og lesa stöðu hjólsins.

í sæti 18. Vyrus 987 C3 4V – kaupverð $105,000

 • Facebook

Vyrus 987 C3 4V er algert augnayndi ef þér líkar að sjá hjól með sixpak. Þetta hjól hefur EKKERT að fela og því er ekki verið að sóa þyngd í hlífar eða plöst, þó að það séu bara nokkur grömm. Vélin í þessu hjóli er frá Ducati og er 2100cc.

987 hjólið er sennilega eitt af þeim léttari sem hægt er að fá því það vegur aðeins 158kg.

í sæti 17. MV Augusta F4CC – kaupverð 120.000

 • Facebook

MV Augusta F4CC er alveg gullfallegt og velútlítandi sporthjól en með háan verðmiða.

F4CC er útbúið 190 herstafla 1078cc vél og er byggt fyrir hraðan. Framleiðslan var mjög svo takmörkuð eða bara 100 hjól. Hvert hjól er handsmíða og með sérsmíðaða parta eftir óskum hvers viðskiptavinar. Ef þú dettur um eitt svona hjól, veistu að þú ert með einstakan hlut í hendi sem ekki er til annarstaðar.

í sæti 16. NCR MH TT (Mike Hailwood) – Kaupverð $130.000

 • Facebook

NCR MH TT var framleitt í mjög svo takmörkuðu upplagi en það var gert til að fagna að 30 ár væri síðan Mike Hailwood vann sögufrægan sigur í TT keppninni en einnig að 50 ár voru frá því að Ducati byrjaði að keppa í British Grand Prix.

130,000 dollarar geta semsagt fært þér, Títaníum stell sem er í útliti sem hjól frá sjötta áratugnum.

í sæti 15. NCR Leggera 1200 Titanium Special – kaupverð $148,000

 • Facebook

Rétt eins og hjólið í sextánda sæti er þetta smíðað úr Títaníum léttmálminum en einnig er þetta hjól útbúið carbon fíber BST felgum, Bremo bremsum og Öhlins dempurum. Sökum léttleika er þessu hjóli hrósað mikið fyrir aksturseiginleika.

í sæti 14. Icon Sheene – kaupverð $172,000

 • Facebook

Hjólið í sextándasætinu (NCR MH TT) greiðir hér meðlag til Barry Sheene. Heimsmeistara í mótorhjólakeppnum. Fyrir aðeins 172,000 bandaríkjadali getur þú fengið hjól sem er útbúið 1400cc turbocharged Suzuki fjögurra sílendra vél. Hjól sem ber merki eins af 52 spilum í spilastokki sem grafið er á hjólið. Það er einmitt númer hjólsins í framleiðslunni því einungis 52stk voru framleidd. Þetta mun vera eitt af öflugustu götu hjólunum í heiminum í dag.

í sæti 13. MTT Turbine Streetfighter – kaupverð $175,000

 • Facebook

Eins þekktir og þeir eru fyrir hraðskreiðustu hjólin er MTT alltaf með tromp í erminni.  Hjól sem útbúið er Rolls Royce-Allison túrbínu og skilar allt að 320 hestöflum út í hjól.

MTT Turbine Streetfighter er takmarkað við að einungis eru framleidd 5 hjól á ári svo nú er spurning hver biðlistinn er ef maður skráir sig núna EN já líka ef maður byrjar að safna núna. Hvenær kæmi röðin að manni?

í sæti 12. Honda RC213 V-S – kaupverð $185,000

 • Facebook

RC213 skipar sér í sæti með dýrustu mótorhjólum sem framleidd hafa verið með þennan verðmiða.

Þetta Japanska götuskráða óargadýr sem er reyndar sérstaklega hannað til til að keppa á í MotoGP keppninni 2012 og vann þar hug og köld hjörtu keppandana og áhorfenda, skipar sér á stall með bestheppnuðum keppnishjólum sögunar.

Hjólið er útbúið 6gíar sequential gírkassa, 1000cc V4 16-ventla, DOHC vél, fjórir ventlar per sílendir og vegur einungis um 160kg.

í sæti 11. Suzuki AEM Carbon Fiber Hayabusa – kaupverð $200,000

 • Facebook

Hér hefur verið gert sætisrán því Hayabusuni var ýtt úr tíunda sæti á milli ára.

Þetta hjól hins vegar skipar sér svo sannarlega á bekk með ofurhjólunum og var lengi vel kórónað sem hraðskreiðasta fjöldaframleidda mótorhjól í heimi með getu til að ná yfir 300km hraða.

Oft er sagt að það er ekki hægt að laga eða breyta fullkomnun nema lítilega útfæra hana betur og á það svo sannarlega við um Hayabusuna því hjólið hefur verið framleitt síðan 1999 án stórkostlegrar breytingar.

Í sæti 10. Ducati Testa Stretta NCR Macchia Nera – kaupverð $225,000

 • Facebook

Ducati ýtti Hayabusuni úr tíunda sætinu sínu undanfarana ára.  En já þá erum við kominn í úrvalsdeildina eða topp tíu af dýrustu mótorhjólunum í heiminum í dag.

Ducati Testa Stretta NCR Macchia Nera lýtur út fyrir að vera mjög árásargjarnt villidýr.
Fyrir 225,000 dollara færðu hjól sem var framleitt í mjög takmörkuðu upplagi, vegur einungis 135kg en er með 185 herstafla vél. Hjól sem hinn sögufrægi hönnuður Aldo Drudi hannaði.

Ekki það að þetta hjól átti ekki að keppa um kraft eða hraða, heldur hefur þetta hjól söfnunargildi því það er einstakt í sinni röð.

Í sæti 9. Ducati Desmosedici D16RR NCR M16 – kaupverð $235,000

 • Facebook

Þetta hjól er samblanda af Títaníum og áli ásamt carbon fiber hlífum og útkoman er götuskráð 150kg 200 herstafla vargatæki sem knúið er af 989cc desmodromic vélini. Ef 235,000 dollarar standa í mönnum er hægt að fá standart útgáfu sem kostar bara 72,000 dollara.

Í sæti 8. Ecosse Founder‘s Edition Ti XX – kaupverð $300,000

 • Facebook

Títaníum rammi ásamt tíaníum pústi í hjóli kostar sitt en að auki muntu fá hjól sem er knúið áfram af 2409cc vél og útbúið carbon fiber hlífum ásamt Ítölsku handunnu sæti.

Í sæti 7. Legendery British Vintage Black – kaupverð $400,000

 • Facebook

Þetta hjól var framleitt 1948 og með sitt klassíska útlit var talið að það mundi slá í gegn. Það voru einungis 33 slík hjól framleidd þar sem þau þóttu of dýr og seldust illa. Vélin skilaði 250cc og um tíma var það talið verða hraðskreiðasta hjól veraldar. En kannski það hafi verið sölutrik.

Í sæti 6. Dodge Tomahawk V10 Superbike – kaupverð $500,000

 • Facebook

Eitthvert það sjalgæfasta mótorhjól í heiminum en þó svo framúrstefnulegt. Dodge Tomahawk V10 skipar sér á sess með dýrustu hjólum veraldar. Hjólið vegur yfir 680kg, nær um 100km hraða á 2,5sek og hámarks hraðinn um 643km hraði (Eða svo er sagt)

Þetta hjól fæst því miður ekki götuskráð EN kannski í nánustu framtíð munum við sjá samskonar hjól hjóla um nágrenið.

Í sæti 5. Harley Davidson Cosmic Starship – kaupverð $1,5 miljón

 • Facebook

Í topp fimm og komin langt yfir miljón dollara mörkin, Harley Davidson Cosmic Starship.

Hjólið er handmálað af listamanninum Jack Amstrong sem skýrir út verðmiðann þar sem verk eftir hann eru að seljast á allt að 3 miljónir dala.

Svo nú er bara spurningin, hvort ertu mótorhjóla aðdáandi eða listaverkaaðdáandi en allavega ef þú átt eina og hálfa miljón dollarar er þetta kannski ekki vitlaus fjárfesting.

Í sæti 4. The Yamaha BMS Chopper – kaupverð $3 miljónir 

 • Facebook

Þetta hjól er bara á einhverju öðru kaliberi en allt. Sjá krómið og bara alla lita samsetninguna, sjáðu handbragðið á smíðina, það er bara sama hvar augunum er stungið niður að þar er listformið fullkomið.

Þetta 1700cc listform er allsett 24karata gull rákum ásamt rauðu Velve sætis áklæði. Þarf eitthvað að segja meira?

Í sæti 3. Ecosse ES1 Spirit – kaupverð $3,6 miljónir

 • Facebook

Ekki láta útlitið á Ecosse Spirits blekkja þig því þetta hjól lítur kannski sakleysislega út en er útbúið nægjanlegri orku til að ná yfir 370km hraða og getur auðveldlega velgt vönustu ökumönnum vel undir uggum. En ef þú átt nægan aur í veskinu til að geta skellt þér á eins og eitt stykki að þá þarftu að hafa tíman fyrir þig því þú labbar ekkert þarna inn og verslar bara. Ónei þú þarft að setjast á skólabekk í tvær vikur áður en þú færð að taka prufurúnt á hjólinu.

Í sæti 2. 1949 E90 AJS Porcupine – kaupverð $7 miljónir

 • Facebook

Þar sem einungis fjögur eintök voru búinn til af 1949 E90 AJS Porcupine og já að eitt af þeim vann Les Graham heimsmeistaratitilinn 1949 og ekki er vitað hvaða hjól af þessum fjórum þar var að verki að þá já eru þau öll mjög hátt skrifuð á verðlistanum. Spurning hvort að 7 miljónir dollarar séu rétt mat er svo annað mál.

Og í sæti 1 er Neiman Marcus Limited Edition Fighter – kaupverð $11 miljónir

 • Facebook

Toppurinn á þessum lista og ber höfðu og herðar yfir alla aðra á þessum lista er Neiman Marcus Limited Edition Fighter. Velta má fyrir sér af hverju þetta hjól sé svona langt yfir öllum öðrum hjólum og jú ástæðan er einföld.

Neiman Marcus er Amerísk lúxus verslunarkeðja og gaf það þetta hjól til góðgerðaruppboðs. Uppboðið byrjaði á 110,000 dollurum sem svo var blásið upp í skýin og endaði í 11 miljónum dollara. Ameríka eins og hún gerist best.

En hinsvegar held ég að við öll mundum alveg taka prufurúnt á öllum þessum hjólum ef tækifæri gæfist á því en þar til að það gerist verðum við bara að láta okkur að góðu að rúnta um á því sem bíður okkar á stæðinu fyrir utan hjá okkur sjálfum.

 

Pin It on Pinterest

Share This
%d bloggers like this: